Gamli Bærinn

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Álfhildur Sigurðardóttir

Upp í dalnum allt er kyrrt og hljótt.
Engin hreyfing er við bæinn lága.
Aftanblærinn andar blítt og rótt.
Engir fætur vaða í læknum bláa.
Allt er horfið áður sem hér var.
Eigrar tófa um á fornum slóðum.
Fólkið sem að forðum lifði þar
fór á brott og slökkti glóð i hlóðum.